Jamm, ég bý í Los Angeles og fer reglulega.
Sérstaklega gaman að sjá þrívíddarmyndir í svona bíó (með póleruð gleraugu - gargandi snilld).
Líka gaman að sjá góðar sígildar kvikmyndir sem hafa verið “uppfærðar” með nýrri aðferð sem hreinsar út grain og annað úr 35mm filmu og bætir smáatriðin, sem gerir þeim kleyft að stækka rammann mikið.
Fyrsta myndin sem ég sá þannig var Apollo 13. Hreint augnakonfekt - og frábær mynd.
Fyrir þá sem ekki vita það, þá eru IMAX bíó risabíó… tjaldið er á við 10 hæða blokk, 12.000 W hljóðkerfi með 70 hátölurum. Salurinn hallar mikið, þannig að öll sætin eru besta sætið í húsinu. Filman er margfalt stærri en í venjulegum bíóum. Hún er 70mm, en ramminn er langsum á filmunni, þannig að svæði hvers ramma á filmunni er um 10x meira en á 35mm filmu og því endalaus myndgæði. Í 3D er það nánast eins og að horfa út um gluggann. Space Station 3D er líklega sú besta þannig sem ég hef séð. Polar Express var líka stórkostleg í IMAX 3D. Ghosts of the Abyss var líka mjög góð.
Til að svara spurningunni þinni:
Já, þetta er jafn geðveikt og það lítur út fyrir að vera.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.