Ég hef aldrei reykt á ævinni. Engu að síður get ég ekki sett mig upp á móti reykingu.
Það er hrokafullt, dónalegt og ógeðslega heimskulegt.
Krakkar, eins og þú, sem eru að “berjast” gegn reykinginum gera það af algeri vanþekkingu og hjarðfylgni.
Það sem þú kallar forvarnarstarf er því miður ekkert betra en heilaþvottur. Það er löngu búið að fá 90% af íslenskum til þess að finnast það kúl að reykja ekki. 90% af þessu fólki veit hins vegar ekki afhverju í ósköpunum það er ekki kúl. Það veit ekkert um skaðsemi reykingar, heldur étur upp tölur af veggspjöldum eins og trúfólk vitnar í Biblíuna.
Ef þú heldur að þú sért sniðugur og frumlegur að vera á móti reykingum þá er það því miður misskilningur. Að vera móti reykingum er í dag sjálfgefin afstaða.
Það er á hinn bóginn alveg satt að sígarettur innihalda fíkniefni sem rugla boðefnin í heilanum á þér. Ég get samt rökstudd það á hundrað vegu af hverju það þarf ekki endilega að vera slæmt. ÉG hef á hinn bógin enga sérstaka löngun til að taka frekar þátt í þessari umræðu.
Fíkn er ekki djöfull heldur eðlilegt ástand. Ef einhver reynir að segja þér annað liggja annalegar hvatir að baki. Óhollusta er á hinn bóginn alltaf óhollusta og það er hverjum manni í sjálfvald sett hvernig hann tekur á henni. Ég borða ekki kjöt, reyki ekki og drekk ekki. Ég er samt ekki það mikill hræsnari að fordæma þig þótt þú borðið kjöt, drekkir eða, tja, reykir.
Og btw. það að kyssa reykingarmann er ekki eins og að sleikja öskubakka.