Ég var einungis að meina, að það sé hægt að losa sig við þessa “hættu” sem stafar af hamborgurum, með öðrum leiðum en að hætta borða þá, ólíkt reykingum.
Já já. Það er alveg hægt að losa sig við fituna úr hamborgurum með hlaupum og látum, en það er ekki auðvelt þar sem hamborgarar eru fullir af mettaðri fitu sem leggst inn í æðarnar í þér.
Ok, hvað ertu alltaf að koma með rök um að einhverjir aðrir hlutir séu hættulegir(sem er satt enda er ég ekki að þræta fyrir það), það er náttúrulega common sense að reykingar eru hættulegri.
Er það?
Eru reykingar þetta miklu hættulegri heldur en hver annar hlutur í okkar daglega lífi? Vissulega gerir þú þér grein fyrir hættunni þegar þú kveikir þér í sígarettu, en þú spáir kannski ekki eins mikið í henni þegar þú sest inn í bíl sem gæti orðið til þess að þú deyjir innan fimm mínútna.
Og af hverju er ég “alltaf að koma með rök um að einhverjir aðrir hlutir séu hættulegir”?
Af því að ólíkt sumum (hint hint) hef ég kynnst heiminum eins og hann virkar “í alvörunni” og veit það að það er nákvæmlega sama hversu varlega þú ferð og það er sama hversu mikla og örugga útóbíu þú þykist hafa skapað eða hyggst skapa, það á eitthvað eftir að ná þér á endanum, hvort sem þú býst við því eða ekki.
Þess vegna nota ég svona rök, af því að ég er orðinn hundleiður á fólki sem getur ekki hundskast til að virða minn lífstíl af því að hann drepur mig á endanum. Ég drepst hvort sem er einhvern tíman en þangað til ætla ég að gera nákvæmlega það sem ég vil.
Yrði soldið svekkjandi að byrja að lifa þessum öryggis og hollustu lífsstíl og neita sér um hlutina sem maður vill í raun og veru gera, og lenda svo fyrir trukk á meðan maður skokkar með sellerý drasl upp í kjaftinum á sér.
Og auðvitað getur maður slasað sig, en í hvert skipti sem maður kveikir í sígarettu slasar maður sig að sjálfsögðu
Jamms, ef þú vilt orða það svona, en restin af setningunni þinni er næstum óskiljanleg…
…náttúrulega mun minna, en það er bara svo miklu miklu sem maður reykir,
Örugglega eitthvað sem þú vilt segja með þessu en hvað það er hef ég ekki mynnstu hugmynd um.
en slasar sig við hlaup/líkamsrækt, svo þarf maður að vera eitthvað virkilega skemmdur ef maður getur ekki hlaupið án þess að meiða sig í hvert skipti
Ég er ekkert að tala um að í hvert skipti sem þú ferð út að hlaupa hljóti eittvað að koma fyrir. Ég sagði að það sem gæti komið fyrir gæti valdið alvarlegum skaða, eða jafnvel dauða, en ég sé samt engann and-hlaups áróður (Og ef einhver ætlar að vera svo sniðugur að snúa “and-hlaups áróður” yfir í eitthvað nammitengt, sleppið því, það verður ekkert fyndið)
ég hef kannski meitt mig alvarlega svona tvisvar á æfinni.
Gott hjá þér.
Tilhvers að vera þá að bæta fleirri hlutum við ?
Eina ástæðan sem fólk er á móti reykingum er náttúrulega að það vill geta lifað sem heilsusamlegast. Og auðvitað ræðst það á versta hlutinn sem lyktar illa og er óhollur.
Ég held að ég hafi svarað þessu fyrir ofan.
Og ef þú skilur ekki pointið by now að þá eru þessi skrif okkar á milli ein versta eyðsla á mínum tíma síðan.. Hmm.. Finn eiginlega ekkert samanburðarhæft akkurat núna.