Eða hvernig sem maður skrifar þetta…
Málið er, að 16 október 2004 eyddi ég miklum tíma fyrir framan tölvuna. Mjög, mjög mörgum tímum. Heilum degi.
Ég studdi vinstri olnbogann við borðið. Síðan fæ ég náladoða í vinstri litlaputta og hálfan baugfingurinn. Eftir nokkra daga fer ég til læknis, því þetta hafði ekki horfið. Hann sagði að ég hafði lamað taug, en þetta myndi lagast á 3 vikum.
4 vikum seinna fór ég aftur þangað, því þetta hafði ekki enn lagast. Þá sagði hann að þetta myndi bara batna með tímanum, og ef ekki, þá ætti ég að fara í skurðaðgerð.
Málið er að ég hef bara ekki tíma fyrir neina fokkin skurðaðgerð! En ég er samt að drepast úr náladoða 24/7! arg! Þetta er farið að há pikkhraða mínum…
Helvítis taugadraslfokkinkerfi…