Já. Ef maður ætlar að verða eitthvað í lífinu verður maður að vera búinn að plana allt fram til 90 ára aldurs 16 ára.
Miðað við æfingaprófin, sem ég hef tekið í öllum prófunum, þá er ég bara “average joe” í stærðfræði. Er að fá 8 eða hærra í samfélagsfræði, íslensku og náttúrufræði, yfir 7 í dönsku, um 9.5 í ensku.
Síðan náði ég einu sinni 7 á æfingaprófi í samræmdu stærðfræði. Seinast náði ég 5.5
Miðað við þetta er skynsamlegt að taka öll prófin.
Ég hef sett stefnuna á að rita eitthvað í framtíðinni. Rithöfundur kannski, eða mögulega skrifa á blað. Miðað við áhugasviðskönnunina mína, þá er þetta nokkuð raunhæft. Miðað við hrós fyrir ritun, frá íslenskukennarunum mínum, og sögur hér á huga, frá huganotendum, þá er þetta líka nokkuð raunhæft.
Ég tek öll prófin. Samt þá mun ég ekki lenda á kassa í bónus.