Kaupið er búið. Síðustu krónunni var eytt í gær. Við blasir hungur í tvo daga. Fæ útborgað síðdegis á morgun.
En viti menn allt í einu mundi ég eftir óupptekinni rauðvínsflösku sem ég átti. Fór í ríkið til að fá endurgreitt. Viðtökurnar voru eftirfarandi “nei því miður, við endurgreiðum bara þeim sem eiga kreditkort. Ef þú átt ekki svoleiðis getur þú fengið innleggsnótu.”
Þetta er svívirðileg framkoma. Hvernig má það vera að þeir sem ekki nota kreditkort heldur peninga sem greiðslumiðil geta ekki fengið endurgreitt?
Jamm, svo er nú það hjá þessu ömurlega fyrirtæki. Svo mikið er víst að ég er kominn á þá ár að flytja alla áfengissölu yfir til verslunarinnar í landinu. Þá væri a.m.k. hægt að skipta víni yfir í mat.