Nú veit ég ekki nákvæmlega hver meðalaldur þeirra sem stunda hugi.is er, en ég ætla að veðja að hann sé allavega vel undir tvítugu. Samt er ég að horfa á Tuborg auglýsingu blikkandi hérna í efra hægra horninu.
Ég veit ekki, er þetta ekki frekar heimskulegt, siðlaust og langt gengið? Ég meina, þessu er vísvitandi beint að markhóp sem er að mestu leyti börn.
Og jájá, þeir segja “léttbjór” en við vitum öll hvað er í gangi hérna.
Zedlic