Afritunarvarnirnar sem notaðar eru á DVD diskum gera nákvæmlega ekki rassgat til að koma í veg fyrir fjölföldun, nema hjá áhugamönnum (og ekki einu sinni þar lengur, eftir að CSS var brotið upp).
Aðalvandamál útgefenda eru ekki háskólastúdentar að deila myndum og músík sín á milli (flestir myndu ekki eyða peningunum í efnið hvort eð er og því er framleiðandinn ekki að tapa krónu), heldur fjöldaframleiðendur á afrituðu efni, eins og tíðkast í Asíu.
Þeir nota ekki dvd brennara eða cd brennara eins og við hin, heldur nota þeir pressur eins og framleiðandinn. Þar sem pressan tekur 100% afrit af fyrirmyndinni, þá þurfa þeir ekkert að komast fram hjá neinni afritunarvörn.
Þeir þurfa ekki einu sinni að vita hvernig hún virkar. Það eina sem þeir þurfa að vita, er að pressaði diskurinn þeirra virkar alveg jafn vel í dvd/cd spilaranum hjá þeim sem kaupir, eins og original diskurinn.
Þetta er álíka gáfulegt og að nota dulmálslykil á bækur til að koma í veg fyrir fjölföldun. Ef þú átt lykilinn (sem í dvd dæminu er dvd spilari) til að lesa efnið, þá er alveg nóg fyrir þann sem afritar að nota ljósritunarvél, því lykillinn þinn virkar hvort sem eintakið er original eða afritun.
DVD afritunarvarnir eru eingöngu til að draga úr afritun meðaljóna… ekkert annað… og hefur aldrei verið sýnt að það dragi úr alvöru sjóræningjastarfsemi. Gallinn er sá að meðaljóninn hefur lagalegan rétt til að gera öryggisafrit, ef diskurinn skyldi skemmast - því eins og útgefendur vilja gjarnan benda okkur á, þá ertu ekki að borga fyrir diskinn, heldur leyfi til að nota efnið á honum þér til einkanota. Ef það er rétt, þá er um tvennt að velja í stöðunni. Annað hvort að leyfa þér að taka öryggisafrit til einkanota, eða selja þér nýjan disk á kostnaðarverði ef original diskurinn skemmist - þú ert jú búinn að greiða fyrir innihaldið og því ósanngjarnt að ætlast til þess að þú borgir tvöfalt leyfi.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.