ok, þegar það var liðin svona vika frá opnun Burger Kings þá ætlaði ég að fá mér ostborgara, en gaurinn sagði að það væri engin ostborgari tilbúinn, svo hann spurði hvort ég mundi frekar vilja beikonborgara. Ég sagðist ætla að bíða frekar og svo þegar ostborgarinn var tibúinn borgaði ég fyrir hann og sast niður til að fara éta hann.
En viti menn, gaurinn sem vann þarna lét mig fá beikonborgara!!
Svo er annað dæmi sem ég er með en það var þegar ég fór á Idolið í Smáralind sem áhorfandi. Burger King var með eiithvað tilboð fyrir alla áhorfendurna í kosningarhlénu sem er sirka 30 mín.
Loksins þegar hléð kom ætlaði ég að fara á Burger King og fá mér ostborgara:)
Þeir voru með tilboð á ostborgara og án osts.
En útaf einhverju atviki voru þeir ekki búnir að gera neina hamborgara og við þurftum að bíða eftir að þeir mundu gera þá.
Þetta var löng röð og við biðum í sirka 10 mín þegar hamborgarnir voru loks komnir, en þeir voru allir án osts, og mjög fáir í röðinni vildu fá án osts, svo við biðum í sirka aðrar 10 mín þegar ostborgararnir voru loks komnir.
Þessi bið var ekki þess virði og þeir voru að flíta sér svo mikið með hamborgarana, sem leiddi til þess að þeir urðu ekkert sérlega góðir og osturinn var ekkert bráðnaður.
Þetta var þurrasti hamborgari sem ég hef fengið.
Come on you apes. You want to live forever?