Djöööööfull hata ég malarvelli. Var að spila á einum slíkum áðan og var sparkaður niður og fékk lítið skemmtilega byltu og er núna með grjóthnullunga fasta inní bakinu, hnjánum, olnbogum og höndum.
elskan mín, það er ekki til fágaðri íþrótt en skylmingar… fyrir utan þegar finnar eru aðskylmast, þeir lemja svo fokking fast (í það minnsta einn gaurinn, Ess eitthvað). Skylmingar snúast bara um fínhreyfingar, ekkert, nákvæmlega ekkert annað.
já en það fer samt eftir því hvernig mölin er sko, sumir malarvellir eru alveg fínir þeir sem eru mjúkir en svo eru það þessir með steinunum alveg helvíti skemmtilegir líka, gaman að detta á þeim og svona, en maður finnur lítið fyrir því er völlurinn er mjúku
annars spilum við nú sjaldnast á möl lengur allavega í Rvk mótinu kannski 1-3 leikir mestalagi held ég per lið sem þarf að spila malarleiki, oftast hægt að færa þetta í Egilshöll, Fylkisv. Laugardal eða Framvöll
Sumt gervigras er bara drasl, sbr. í fótboltahöllinni í Kef. Ef maður dettur þar er maður kominn með graftarkýli frá helvíti. Fífu og Egilshallargrasið er fínt, bara helvítis gúmmíkúlur sem þvælast um allt og enda í eyrum, nefi, hári ofl. stöðum.
Mér finnst fínt að spila í úða á möl, svona nett bleyta og mölin verður mun mýkri án þess að breytast í drullumall.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..