Ég er orðinn virkilega pirraður á bók sem ég á að nota í íslensku. Hún heitir Íslenska Kennslubók í málvísi og ljóðlist. Ég ætla ekki að fara nöldra út af innihaldinu í henni, heldur bókinni sjálfri.
Þetta er gromabók. Sem þýðir að þegar ég þarf að skrifa á vinstri blaðsíðuna (er rétthentur) þá lendi ég alltaf á gorminum og þá er virkilega erfitt og óþægilegt að skrifa læsilega. Svo kemur það fyrir örðu hverju að blaðsíðurnar, aftast of fremst, losna og þá getur farið langur tími í að laga það.
Innihaldið í bókinni er svo sem fínt en það að gera þetta að gormabók finnst mér virkilega asnalegt og heimskulegt.