Ég var í salnum og það var mjög mikið af góðum söngvurum en mér fannst að VMA ætti að vinna en stelpan frá MR var mjög góð, ég var bara ekki að fíla lagið. Þetta var eins og í fyrra, sigurlagið var ekki skemmtilegt, að mínu mati, en vel sungið. Stelpan í þriðja sæti var mjög góð, hún söng kannski ekki gallalaust en þvílíkur kraftur í henni, hún var mjög örugg á sviði og var með skemmtilega sviðsframkomu, það verður að meta það eitthvað. Sviðsframkoma skitpir miklu máli, stelpan frá MA söng vel en stóð grafkyrr allan tímann á sviðinu, það eyðilagði fyrir henni.
Það ætti að gefa einhvern plús fyrir að vera með frumsamin lög, það sýnir svo mikinn metnað að koma með frumsamin lög. Mér fannst besta frumsamda lagið vera frá MS. Það var ekkert smá gaman á keppninni en ein aðalástæðan var sú að skólinn minn, MÍ, var með hvíta hatta og klappstýrudúska og banner og svona. Það var svo gaman að vera svona áberandi í salnum og það myndaðist mikil samheldni innan hópsins.