Tapaði þúsund krónum á söngkeppni MH
„Ég missti af góðum tekjum sem mér finnst sjálfsagt að fá eitthvað upp í hvernig sem ég fer að,“ segir Daníel Sævar Heimisson keppandi í söngkeppni Menntaskólans við Hamrahlíð, sem hefur sótt um fjárstyrk úr nemendasjóði skólans.
Daníel vill fá bætt vinnutap upp á 1.000 krónur sem hann segist hafa orðið fyrir með þátttökunni í söngkeppninni. Honum hafi sama kvöld og keppnin var haldin boðist að gæta barna systur sinnar, en orðið frá að hverfa vegna ákvörðunar sinnar um að taka þátt í söngkeppninni.
„Þetta er náttúrulega heilmikið tap fyrir mig, sérstaklega þar sem ég vann ekki keppnina,“ segir Daníel ennfremur. „Ef ég hefði unnið hefði ég náttúrulega fengið verðlaun og þá hefði þetta sosum verið í lagi…“
—————————
Tekið af www.baggalutur.is