Tapaði þúsund krónum á söngkeppni MH
„Ég missti af góðum tekjum sem mér finnst sjálf­sagt að fá eitt­hvað upp í hvernig sem ég fer að,“ segir Daníel Sævar Heimis­son kepp­andi í söng­keppni Mennta­skólans við Hamra­hlíð, sem hefur sótt um fjár­styrk úr nem­enda­sjóði skól­ans.

Daníel vill fá bætt vinnu­tap upp á 1.000 krónur sem hann segist hafa orðið fyrir með þátt­tökunni í söng­keppn­inni. Honum hafi sama kvöld og keppnin var haldin boðist að gæta barna systur sinnar, en orðið frá að hverfa vegna ákvörð­unar sinnar um að taka þátt í söng­keppn­inni.

„Þetta er nátt­úru­lega heil­mikið tap fyrir mig, sér­stak­lega þar sem ég vann ekki keppn­ina,“ segir Daníel enn­fremur. „Ef ég hefði unnið hefði ég nátt­úru­lega fengið verð­laun og þá hefði þetta sosum verið í lagi…“
—————————
Tekið af www.baggalutur.is