Í fyrsta stað þá er þessar upplýsingar fyrst og fremst á www.icelandair.is síðunni, þannig að af hverju ekki að kvarta í þá?
Í annan stað bendir korkahöfundur einnig á að þetta sé afar “uppbyggilegt fyrir verðandi flugfreyjur”. Skynja smá kaldhæðni.
Í þriðja stað, þá fyrst mér þetta svolítið kaldhæðnislega kómískt vegna þess að hún var fyrsta flugfreyjan á Íslandi og deyr í flugslysi.
Þetta er eins og maðurinn sem fann upp bílinn hefði dáið í bílslysi, hvort hann gerði það veit ég ekki.
Og að lokum finnst mér korkahöfundur alls ekki vera að gera lítið úr minningu konunnar, kannski aðeins að benda á upplýsingar sem finnast á öðrum síðum og einnig að benda á lífsins kaldhæðni.