Ég er með 2 nöldur, annað er yfir þættinum Amish in the city sem er á efa einhver alversta tilraun til raunveruleikaþátta sem ég hef nokkurn tímann séð. Þessi þáttur er svo mikið fake að það skín bókstaflega í gegn. “Have you heard of reggea(hvernig sem það er skrifað)?” “Never heard of the dude. Probably a cool guy”. Þessir framleiðendur hafa safnað svona 5-10 línum af upplýsingum um þetta Amish fólk og láta síðan þessa skelfilegu leikara reyna að segja eitthvað um Amish fólkið í gríð og erg. Pirrandi þáttur.
Hitt nöldrið er yfir 50 cent. Þetta myndband við lagið “take it to te candyshop…. bla bla WoW” er vægast sagt lélegt. Hvernig væri að fara að breyta aðeins til, ekki vera með hann í 20 kg loðfeld sitjandi á geðveikum Ferrari. Ekki láta konu í hjúkkubúning vera að dansa með brjóstin í andlitinu á honum. Fokkin pirrandi.