Fólk þarf náttúrulega að læra að trúa ekki öllu sem það les.
Þetta er eitthvað sem við Íslendingar erum mjög seinir í. Svona blöð eins og DV eru til í flestum vestrænum samfélögum, og margir telja þau vera stóra sneið í lýðræðinu.
Svo er auðvitað alltaf einbeitt sér að því neikvæða. Hvað með allt það fólk sem að DV hefur hjálpað ? Fullt af fólki búið að fá að segja sína sögu um eitthvað ranglæti sem að hefur komið fyrir þau, eitthvað sem hin blöðin myndu aldrei setja á forsíðuna sína. Svona blöð geta verið gott verkfæri í að koma á þrýstingi á stjórnvöld (eða aðra) til þess að breyta því sem er rangt. Ég er t.d. mjög ánægður með hversu mikið þeir hafa fjallað um misrétti gegn innflytjendum.
Þeir skrifa í raun það sem þeim finnst og hugsa, í stað þess að passa sig endalaust og ritskoða. Er ekki ágætt að hafa eitt þannig blað ? Það var t.d. snilld um daginn þegar þeir skrifuðu grein um ríkissjónvarpið en notuðu nafnið “skyldusjónvarpið”. Ekkert annað blað myndi þora að birta svona.