Nei, því að internet tenging snýst ekki um að hafa aðgang að einhverjum einum vef. Og Fantasia ef að foreldrar einhverra krakka borga en krakkarnir sjálf sjá um tenginguna, þá bæði geta foreldrarnir bara sagt netinu upp og í nútíma samfélagi er fremur sjaldgæft myndi ég þora að fullyrða að aðeins unglingurinn eða krakkinn á heimili þar sem t.d. ADSL er noti foreldrarnir tenginguna ekkert ef þau borga fyrir hana.
Annað hvort er fólk gamaldags, og vill ekkert með þetta hafa á heimilinu, eða nútímavætt og fær sér nettenginguna fyrir sig og aðra fjölskyldumeðlimi. Svo ég endutek það sem ég sagði, það mun enginn segja upp nettengingu sinni hjá símanum þótt hugi verði lagður af. Í rauninni yrði ég glaður, því þessi vefur er svo lööööngu kominn yfir toppinn og hann má muna fífil sinn fegurri, svo sérstaklega hérna á forsíðu korkunum. Það er ekki neitt gaman af umræðunum hérna, sem að varla mættu kallast umræður, og allir sem að tjá sig eru hér til að eiga í einkasamræðum við hinn og þennan, ekki til að eiga í skemmtilegum umræðukork með öðrum hugurum.
Ég hef stundað huga frá jólum 2001, svo ég veit hvað ég er að tala um og ég man þegar það var fólkið sem að skapaði samfélagið. Það sem hugi er núna eru fornar rústir á frábærum umræðuvef sem að prýddi skemmtlegt fólk sem að hafi nægilegan þroska til að stunda slíkan vef, eitthvað sem að gildir um svona 15% hugara þessa stundina.