Ég er ekki beint á móti styttingu en mér finnst það sem þeir settu fram ekki vera rétta fyrsta skrefið í þessu. Það þarf að byrja einhversstaðar annarsstaðar.
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche
Mér finnst það fáránlegt líka. Ég hefði ekki viljað missa síðasta árið mitt í menntaskóla. Ungt fólk sem á annað borð hefur áhuga á að vera í skóla hefur bara gott af því að vera 4 ár í skóla og undirbúa sig betur undir bæði lífið og framhaldsnám og bara til að fá almenna menntun sem veitt er í framhaldsskólum. Þeir sem vilja/geta unnið hraðar geta farið í fjölbraut eða þar til gerða skóla.
Alveg fullkomlega fáránleg hugmynd. Sérstaklega þar sem þú getur farið í fjölbraut og tekið skólann á 3 árum, eða 2 þess vegna og svo er líka kominn skóli sem býður upp á 2ja ára nám til stúdentsprófs. Þeim sem liggur svona rosalega á geta farið þangað. Hinir sem vilja njóta tímans halda áfram eins og núna.
Það mætti hins vegar alveg auka við námið, það fyndist mér miklu sniðugra, og alveg eins fjölga saræmdum stúdentsprófum en gefa val um þau…
Ég er forfallinn andstæðingur þessarar tillögu. Frekar ætti að stytta grunnskólann, enda var helmingurinn af honum svokalla tjill.
Ef að þú vilt taka framhaldsskólann á styttri tíma þá geturðu valið það. Bæði með að fara í áfangakerfi og klára á 3 eða 3 og hálfu ári, eða fara í Hraðbraut. Það á ekki að þröngva þessu upp á okkur sem ekki viljum. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að ekki nærri allir nemendur landsins séu í Hraðbraut?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..