Rosalega er ég ánægður með nýju Gillette rákvélina. Hélt fyrst að þetta væri eitthvað drasl en virkaði bara rosalega vel. Mikið betri rakstur og virðist ná nær húðinni :)
Bara varð að tjá mig. Sjaldan sem ég er jafn ánægður með nýjar vörur.
Talandi um pepsi. Ég veit að þetta kemur rakvélum ekkert við en ég verð að segja að ég á aldrei auðvelt með að drekka pepsi. Ekki útaf Britney Spjóti heldur vegna þess að bragðið er hræðilega vont.
Ef eitthvað þá finnst mér líkurnar á að fá inngróin hár vera minni. Húðin virkar svo mikið fínni eftir á, og það dugar alltaf að fara bara eina umferð. Ég fór stundum tvær umferðir með þessari gömlu til þess að vera öruggur með góðan rakstur. Er alltaf pottþéttur þó ég fari bara eina með þessari, og það virðist skera auðveldara. Maður bara rétt rennir laust og allt farið mjög vel, aldrei séð neitt skera skegg svona vel áður.
Ég verð að segja það að ég upplifði allt annað með þessa rakvél.. Prufaði að skafa yfir einu sinni.. Sem er venjulega alveg nóg fyrir mig, en ég þurfti að skipta yfir í gömlu sköfuna til að klára þetta almennilega..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..