skák er íþrótt hugans, þeir sem tefla mikið og í keppnum, skáksveitum o.sv.frv eru að þjálfa heilabúið í sér. Ég þekki það af reynslu vinar míns sem hefur verið í þessu frá því að hann var krakki, hann er með ótrúlega öflugt minni (búinn að þroska það verulega frá því hann var fyrst að leika sér í skák) og ég myndi beinlínis segja að hann hafi sömuleiðis þroskað greind sína með því að iðka skák.
Ennfremur má finna líkindi með skák og öðrum íþróttum með því hvernig skákistar æfa sig fyrir mót. Jú, þá stúdera þeir líklegar aðferðir andstæðingsins með því að skoða fyrri skákir hans, líkt og þegar landsliðið í handbolta (ótrúlega hyped íþrótt btw) horfir á upptökur af leikjum annarra liða til að undirbúa sig fyrir spil við þá.