Uriah Heep var einfaldlega ómerkileg hljómsveit og það að þú skulir nefna þá sem dæmi ætti í rauninni að segja mér að það sé ekki þess virði að svara þessu. Tæknilega voru þeir óttalegir amatörar og þeir höfðu akkúrat ekki neitt nýtt fram að færa hvað varðar tónlistarsköpun. Merkilegt nokk áttu þeir til að hitta á eitt eða tvö catchy lög sem samt eru lítið annað en umbúðirnar.
Kiss áttu nokkra fína smelli og voru langtum betri sveit en Uriah Heep var nokkurn tíma, þó að þeir verði seint taldir neinir snillingar eða rokk-guðir. Þeir gerðu nokkrar ágætis plötur og ógrynni ömurlegra platna og það er ólíklegt að margt af því sem eftir þá liggur komi til með að lifa lengi í minningunni um tónlist 20. aldar.
Helloween viðurkenni ég að hafa ekki hlustað mikið á en hef hins vegar ekki verið hrifinn af því sem ég hef heyrt. Trash/Power-metall er ekki minn tebolli.
Ég sagði hvergi að Nirvana væri frábær sveit og til að forðast allan misskilning þá er best að ég segi það bara beint út: Mér finnst Nirvana ekki frábær sveit. Hins vegar finnast mér þeir ekki nándar nærri eins lélegir og 90% drengja á kynþroskaskeiðinu finnst í dag. Nirvana er fínt band, óravegu frá því að vera einhver epísk snilld, en alls ekki slakt. Kurt Cobain var áberandi langslakasti hljóðfæraleikarinn í Nirvana, þó að það sé kannski ekki við hæfi að tala um að hann hafi verið slakur…hann kunni auðvitað að spila almennilega á gítar, en hann náði aldrei sömu hæðum og félagar hans.
Dave Grohl er mjög góður trommari, það sannaðist best á þátttöku hans á Queens of the Stone Age plötunni Songs for the Deaf. Ég gæti eflaust talið upp 50 trommara sem mér finnast betri en hann, nægir þar að nefna Keith Moon (Who), Bill Bruford (Yes), Jaki Liebezeit (Can), Charlie Watts (Rolling Stones), Tim Alexander (Primus), Mike Shrieve, Maureen Tucker (Velvet Underground), Robert Wyatt (Soft Machine), Ginger Baker (Cream), Neil Peart (Rush), Klaus Dinger (Neu!), Jon Hiseman (Colosseum), Jim Sclavunos, Grant Hart, John French, Chris Cutler og Mike Portnoy, en það þýðir ekki að Dave Grohl sé ekki góður.
Krist Novoselic er enn betri á bassann en Grohl á trommurnar og líklega einn af 50 bestu í sögunni. Les Claypool, Mark Sandman, Jack Bruce, Dave Pajo, Flea, Tony Levin, Jah Wobble, Squarepusher, Chris Hillmann, Tina Weymouth, Mike Watt, Kim Gordon, David Sims, kannski Geddy Lee og fleiri eru öll betri en hann en það breytir ekki þeirri staðreynd að Novoselic er frábær bassaleikari. Og hafðu það.
Og ekki halda því fram að ég hafi ekkert hlustað á tónlist frá því fyrir 1990 án þess að hafa eitthvað fyrir þér í því. Ef ég miða við þær hljómsveitir sem þú nefndir þá get ég búið til í kringum þær hina mjög svo hvimleiðu staðalímynd nútímatáningsrokkara og jafnframt leyft mér að fullyrða að ég hafi yfirgripsmeiri þekkingu en þú á tónlist frá því fyrir 1990. Hversu hrokafullt af mér sem það kann að vera.