Hann var t.d. fyrsti páfinn í sögunni til að fara inní Mosku, hann talaði fjölda tungumála, var með eina eða tvær doktorsgráður.
Hann barðist ötullega gegn kommúnsima.
Hann var stuðingsmaður palestínumanna í deilunni við ísralea og þannig t.d. vann hann sig inní hjörtu múslima.
Það er rangt að segja að hann sé á móti einu eða neinu, þetta er einfaldlega stefna kirkjunnar.
Hann sagði ætíð að það væri engin endanleg lausn að dreifa getnaðarvörnum til fátækra, því fátækur maður er engu bættari með 1000 smokka - hann sagði frekar að vestræn ríki þyrftu að taka höndum saman og hækka velmegunarstigið í þessum ríkjum, það var mun betri og áhrifaríkari lausn og það eru margir sammála því.
Burtséð frá öllu þessu þá var hann góður maður og boðberi friðar og efldi mikið samstarf við önnur trúarbrögð..
Þó ég sé alls ekki sammála öllu sem kaþólska kikrjan gerir þá ber ég samt mikla virðingu fyrir þessum mikla gáfumanni og því sem hann stóð fyrir.