Það eitt að hún sé NOTUÐ sem söguleg heimild, er ekki það sama og að hún SÉ söguleg heimild.
Það þýðir bara að þeir sem nota hana sem slíka eru að gera mistök. Ekki mjög flókið.
svo ég vitni nú aftur í það sem þú vitnaðir í úr greininni:
Þar er að finna efni sem nú á dögum væri flokkað sem ljóð, lagagreinar, heimspeki, ættfræði, þjóðsögur, trúarjátningar, helgitextar, prédikanir, sagnfræði og ótal margt annað.
Þarna er ekki verið að segja að í henni séu sagnfræðilegar heimildir, heldur að það sem er í henni er sett upp á sama máta og var hugsanlega notað sem slíkt á sínum tíma, jafnvel þó skilgreiningin væri ekki til staðar sem slík (þar sem sagnfræði er nútíma skilgreining).
Það eitt að hægt sé að flokka efnið í henni í þessa dálka er ekki það sama og að það hafi gildi sem slíkt. Eins og ég sagði, það er ekki til snefill af sönnunum fyrir því að innihaldið sé satt og rétt. Jafnvel þó svipaðar sögur sé að finna í öðrum samtímaritum.
Ég hef á tilfinningunni að þú annað hvort skiljir ekki það sem ég er að segja, eða kærir þig ekki um að heyra það þar sem það passar ekki inn í þínar fyrirfram mótuðu skoðanir.
Ég lít á biblíuna sem skáldskap. Hún er safn af þjóðsögum sem flestar eru uppspuni, þó sumar séu hugsanlega byggðar í kringum raunverulegar persónur eða atburði (sem getur líka verið góð aðferð til að gera lygasögu trúanlegri) - en allar eru þær breyttar, bættar og endursagðar af fólki sem hafði fyrirfram mótaðar hugmyndir og aðlagaði sögurnar til að þær féllu að þeim. Þar af leiðandi er ekkert í bókinni marktækt sem söguleg heimild (þá er ég að tala um mannkynssöguna - ekki félagslega innsýn í hugsanir fólks, sem má jú lesa úr öllum bókmenntum sama á hvaða öld þær eru skrifaðar, jafnvel skáldsögum nútímans).
Ég held að meginmunurinn á skoðunum okkar felist ekki endilega í kröfum um sannleiksgildi, heldur um það hvað telst marktæk heimild um sögu mannkyns. Bók sem hefur engar staðfestar upplýsingar er ekki á þeim lista hjá mér, þó hún virðist vera það hjá þér og mörgum öðrum.
Ég hef aldrei fullyrt að hvert einasta orð í bókinni sé ósatt, heldur hef ég sagt að ekkert sé staðfest. Það er töluverður munur þar á. En, þar sem það er ekki ég sem er að fullyrða að eitthvað hafi átt sér stað, heldur þeir sem skrifuðu bibliuna, er sönnunabyrðin ekki mín, heldur þeirra (eða frekar þeirra sem trúa henni í dag, þar sem höfundarnir eru löngu látnir).
Í öllum vísindagreinum er sönnunarbyrðin á þeim sem heldur einhverju fram, því án sannana verðum við að líta svo á að fullyrðingin sé röng.
Ég veit fullvel hvernig sagnfræðingar vinna, það eru fleiri en einn slíkur í minni fjölskyldu. Því miður eru sagnfræðingar eins misjafnir og þeir eru margir og ekki sammála um alla hluti, af ýmsum ástæðum. Í mínum huga er það undantekningalaust rangt að nota trú eða trúarefni sem heimildir fyrir einhverju, sama hversu ómerkilegt það er (nema sem heimild um trúarbrögðin sjálf) - einfaldlega vegna eðli trúarbragða, sem er að kveða niður efasemdir og annað sem gæti hugsanlega grafið undan þeirri stjórn yfir almúganum sem viðkomandi trúarbrögð vilja hafa. Þess vegna var biblían t.d. endurskrifuð með það að markmiði að draga úr hlutverki kvenna í mannkynssögunni.
Trúarbrögð snúast um að stjórna fólki. Gamaldags hugmyndafræði sem var notuð áður en mannkyn fann upp lög og reglu. Þar sem fólki fannst ekki hægt að segja fólki fyrir verkum án þess að hafa ástæðu, þá fann fólk upp ímyndaðan “skapara” sem stjórnar öllu og setur allar reglur. Það hélt fólki í skefjum án þess að þurfa að útskýra það að reglurnar voru búnar til af mönnum sem tóku sér stjórn. Þetta er kerfi sem var úrelt fyrir árþúsundum og mér finnst sorglegt að vita til þess að það sé ennþá notað í dag… jafnvel af annars vel gefnu fólki…
Sting upp á að fólk kíki á þessa vefsíðu:
http://skepticsannotatedbible.com/þarna er farið í gegnum bókina með huga efasemdarmanna. Ansi skemmtileg lesning og sýnir vel hversu mikill þvættingur þessi bók er að flestu leiti.