Binary er talnakerfi þar sem einungis 1 og 0 eru notaðir.
Grunntalan er 2 og reiknast binary tala þannig að sætið sem 1 stendur í í hvert skipti virkar sem veldisvísir á 2
Sem þýðir að talan 1000 jafngildir í rauninni 2^3 (tveir í þriðja veldi) eða 8 (Já, fyrsta sætið er núllta veldi, eða einn.)
Það sem er fyndið við þennan brandara er að 10 er í rauninni í binary í honum og jafngildir þá 2.
Ef þú byggir píramída þar sem hver hæð hefur tvöfalt fleiri kubba en hæðin fyrir ofan (efsta hæðin með einum kubb) þá sérðu að heildarfjöldi allra kubbana í hæðum 1, 2, 3 og 4 er einum færri en samtals kubbarnir í hæð 5. (Þetta gildir um allar hæðirnar)
Það er þetta sem er svo sniðugt við þetta talnakerfi … :)
1 = 1, 10 = 2, 100 = 4, 101 = 5, 10101 = 21
Fyrri talan er binary, seinni talan er decimal (tugakerfi, eða það talnakerfi sem við notum að staðaldri)
Kann ekki að útskýra þetta neitt voðalega vel, en þetta er mjög skemmtilegt og gaman að leika sér að þessu.
Kv. Duff