ég verð að viðurkenna að eftir að ég sá Matrix í fyrsta sinn þá hugsaði ég mikið “en hvað ef þetta er svona í alvöru??” Ég trúi þessu samt ekki. áhugaverð kenning en ég vil miklu frekar vera hér heldur en í þessum “Real world” ^_^
Mér finnst hún sniðug og alveg hugsanleg, en svaraðu þá þessu: Ef að þetta er virkilega svona, og vélar stjórna þessu öllu, af hverju leyfðu þær þá okkur að gera þessa mynd? Hefði það ekki vakið óþarfa forvitni í fólkinu, jafnvel þó að þær gætu treyst því að megnið af mankyninu myndi ekki trúa þessu?
Annars er til ágæt saga af því hvernig fursti faldi gullið sitt með því að mála það allt svart og setja í kolahaugana… þú áttar þig kannski á því hvað ég er að fara.
Hvernig á hann að komast af því að þetta sé satt? Berja niður veggi á fullu í sýndarveruleikanum? Eina leiðin til að komast að einhverju væri að vélmennin gerðu misstök, eins og að vekja einhvern sem ætti að vera sofandi… en það er fljótlegt að laga það, þú bara drepur hann.
Ekki það að sýndarveruleiki vélmennana væri að sjálfsögðu raunveruleikinn okkar, erfitt að fara út fyrir það.
Ef að vélarnar geta komið í veg fyrir að við búum til kvikmynd geta þau komið í veg fyrir að við förum að leita að villum. Að auki takmarkast þekking okkar á forritum við forritin sem við þekkjum í sýndarveruleika, við vitum ekkert um raunveruleikan.
Hmm. Þetta er point. Nema að það séu þegar einhverjir búnir að komast aftur í gegn sem vélarnar vita ekki um. Ha, þá er þetta vandamál! En ég segi enn og aftur, ef ég væri vél þá myndi ég ekki leika mér að eldinum.
JReykdal, vinsamlegast bannaðu HotWax fyrir einelti. Hann eltir mig alltaf og kemur með leiðinleg komment á það sem ég skrifa. Mér finnst ekki að hann eigi að getað farið fram á að ég sé bönnuð þegar það er alltaf hann sem byrjar.
Málið er.. leyfa þetta, fólk trúir því ekki að þetta sé svona, útaf því sem þú sagðir.. hvers vegna myndu þeir leyfa þetta? Nú heldur fólk að þetta gerist aldrei eða sé ekki svona.. á meðan það måske er! mwahaha
Don't have a signature… Don't need a signature… Don't want a signature!
En áður en að myndin var gerð hafði fólki almennt ekki einu sinni dottið þetta í hug. Til hvers að gera myndina og vekja áhuga einhverja sem gætu farið að kafa dýpra í þetta, gætu hugsanlega fundið gat? Það kallast að leika sér að eldinum.
það er ekki hinn raunverulegi heimur, heldur bara eftirmynd, en til að svara spurningu sirju, það skiptir ekki máli, því að þeir hafa líklegast fundið upp leið til þess að þetta komi ekki fyrir aftu
líður ykkur aldrei eins og þið séuð föst í einverskonar furðuheimi. Hafið þið einhvern tíman pælt í hvort að okkar til vera sé bara draumur einhvers annars og allir hinir séu úr draumum einhverra allt annara og svo þegar þið farið að sofa þá fari afstað annar svona heimur allt allt annars staðar. pælið í því
Ég held að þú ættir að komast að því svo að fólk sé ekki orðið of gamalt þegar það fer að horfa á þetta. Eða of ungt kannski? Eða er þetta kannski ekki aldur heldur þroskastig? Pældu í þessu og komdu svo með svar.
Heh, hef pælt í þessu áður.. eða svipuðu.. þá að jörðin sé mjög þróuð útgáfa af The Sims.. :Þ og að okkur sé stjórnað af framtíðarfólki.. eða jáá.. einhverjum verum :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..