Ok, nú ætla ég að fá að nöldra örlítið!
Ég hef mikið fylgst með umræðum á huga.is en hef varla tekið þátt í umræðunum (vegna hræðslu um að verða fyrir aðkasti frá leiðindarpésum). En það er samt eitt sem pirrar mig alveg gífurlega mikið, og það er það hvað fólk (eða krakkarnir inn á huga) fylgist lítið með fjölmiðlum eða því sem er að gerast í þjóðfélaginu.
Eins og þegar RÚV hélt ekki forkeppni fyrir Eurovision í fyrra, frekar var Jónsi sendur út með lag sem var samið fyrir keppnina. RÚV útskýrði það fyrir þjóðinni að ekki væri hægt að halda undankeppni vegna fjárskorts. Það þurfti að borga fyrir útsendingar eins og Ólympíuleikarnir, Landsmót Hestamanna, EM í fótbolta og annað sem ég man ekki í augnablikinu. Svo kostaði það brjálæðislegan mikinn pening að halda forkeppni, miðað við hversu mikið umstang fylgir þessari keppni nú á tímum. Þannig að ódýrasta lausnin var að fá lagahöfunda til að semja lag og svo fá Jónsa til að syngja það.
Þrátt fyrir mikla umfjöllun í fyrra, þá virðast ekki allir vita þetta og það er mikill fjöldi af hugurum sem bölva RÚV fyrir að hafa ekki haldið forkeppni og stærri fjöldi sem veit ekki neitt. Það var m.a.s. mikið fjallað um þetta á huga.is í fyrra og þar gat maður séð greinagóðar útskýringar á málinu.
Þannig að ég hvet alla hugara til að fylgjast með því hvað er að gerast í þjóðfélaginu, þannig losnar maður við leiðindi og þið vitið þá betur! :)
Ég veit að það eru ekki margir sammála þessu en þetta er mín skoðun og ég er farin að hata það að sjá umræður eða comment eins og: “OMG! gegt asnalegt að það se engin forkeppni! eða ”Afhverju er engin forkeppni haldin?" þegar það er búið að útskýra afhverju.
Ég er ekki að sækjast eftir leiðindum, þannig að verið góð við hvort annað! :)