Steven Spielberg er án efa með þeim betri. Hann hefur gert tugi mynda, hver annarri betri. Mjög vandvirkur og metnaðarfullur leikstjóri.
Stanley Kubrick er minn uppáhalds. Hann er að mínu mati óvenjulegasti leikstjóri sögunnar og mjög frumlegur. Vandvirkur svo það geti talist til fullkomnunaráráttu. Einnig hafði hann mjög breitt svið.
Robert Zemeckis er skemmtilegur. Back to the Future myndirnar og Forrest Gump eru frábærar. Hann fær það besta úr sínum leikurum. Frábær leikstjóri í alla staði.
Alfred Hitchcock, fáránlega góður. Myndir hans teljast til meistaraverka. Spielberg er Hitchcock okkar samtíma að mínu mati.
James Cameron er konungur hasarmyndanna. Mjög skemmtilegur sem slíkur.
Michael Mann er ROSALEGUR. Allar hans myndir eru stórskemmtilegar þó margar séu þær í þyngri kantinum. Skotbardaginn í Heat er besti skotbardagi í kvikmynd fyrr og síðar.
Tim Burton skapar alltaf sinn eigin heim. Stíllinn hans er mjög sérstakur, eiginlega skrýtinn en skrýtinn á góðan hátt. Ég get ekki beðið eftir Charlie and the Chocolate Factory.
Coen bræður eru sérstakir og yfirleitt mjög skemmtilegir. Ég get þó ekki sett þá í hóp bestu leikstjóra.
Svo eru margir góðir t.d.:
Ridley Scott, Quentin Tarantino, Paul Thomas Anderson, Ron Howard (engin nefndi hann!), Michael Gondry, Sam Mendes, Christopher Nolan, að ónefndum Friðrik Þór Friðrikssyni!
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.