Hver ljóðlína er mannsnafn
1. Jarðar flipa fyrstan tel.
2. Firrtur næsti harmi.
3. Á sjónum þreytir sundið vel.
4. Sést á meyjararmi.
5. Finnst sá ætið fátækur.
6. Fjöllin hæstu krýnir.
7. Hann er aldrei hýrleitur.
8. Hölda friði týnir.
9. Sat á hendi höfðingjans.
10. Húmið víkja lætur.
11. Þessi heitir múgur manns.
12. Margar dimmar nætur.
13. Oft í skógum unir sér.
14. Aldrei réttur stendur.
15. Dauðinn framhjá honum fer.
16. Funa neðan brenndur.
17. Föðurland sá ekkert á.
18. Oft í slíðrum borinn.
19. Lengst af hræjum lifa má.
20. Laufgast æ á vorin.
21. Lappa þjóðum þarfur er.
22. Þegnum undir vekur.
23. Hús og báta byggja fer.
24. Burtu lognið hrekur.
25. Eignarfall af farveg ár.
26. Fótganganda vegur.
27. Angantýs hét unda ljár.
28. Óforgengilegur.
29. Til hans stefna allar ár.
30. Oft í veggjum sitja.
31. Músum er hið mesta fár.
32. Menn á þessum flytja.
33. Smiða fremstur ætið er.
34. Aldrei finnst sá heima.
35. Fyrr var borinn fyrir sér.
36. Í flokkum illir sveima.
37. Kórónu á kolli ber. Reginn
38. Kunnur að ljóða smíði. Bragi
39. Letur fornt þar lítum vér. Rúnar
40. Leggst í vetrarhýði. Björn
41. Áður vörðu engi og tún.
42. Ítum flaugar sendi.
43. Fjölum marga færði rún.
44. Í fjöllum gullið brenndi.
45. Ber sá heitið beitilönd.
46. Beimur mjög við aldur.
47. Fljóða og drengja fótabönd.
48. Að friðslitum valdur.
“Forget the Tribe, My Pants Have Spoken!”