Halló! Hvað er að gerast með okkur Íslendinga? Það er móttökunefnd á Reykjavíkurflugvelli til að taka á móti Bobby Fischer! Það er bein útsending á Rúv og Stöð 2 frá flugvellinum, það er verið að rjúfa kvikmynd sem er hálfnuð á Stöð 2 til að sýna frá þessu. Hvað er eiginlega að? Það mætti halda að þetta væri Elísabet Bretlandsdrottning svo mikið mál er þetta.
Þetta minnir mig á þegar Keikó kom til Eyja árið '97. Það var álíka mikil klikkun, bein útsending og læti. ALVEG ÓTRÚLEGT.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.