Þú þarft ekkert að trúa mér frekar en þú villt, ég gat það og ég veit það sjálfur.
Annars fer þetta píptest aldrei upp í neitt spretthlaup, svo hjálpar snerpa ekki mikið til þegar líkaminn er orðin dauðþreyttur, til þess að vera snöggur af stað á leveli 15 eða 16 þarf þol og mikið að því, það er lítið gagn af miklum hraða og snerpu þegar vöðvarnir eru fullir af mjólkursýrum. Td. í 150-200m endasprett í 800m hlaupi skiptir hámarkshraði nánast engu máli, sá vinnur sem á mest eftir. Jón Arnar brenndi sig á þessu einu sinni þegar hann var fenginn til að keppa í 4 x 800m boðhlaupi hér á Íslandsmótinu, hann átti fyrsta sprett fyrir UMSS (minnir að það hafi verið liðið hans), hann ætlaði greinilega bara að elta fyrsta mann (sem var 17 ára renglulegur strákur) og sprengja svo fram úr honum á síðustu beygjunni. Hann elti strákinn fyrstu 600m en svo þegar hann ætlaði að taka fram út gat hann það hreinlega ekki, þeir komu nánast jafnir í mark þó Jón ætti 46 sek í 400m en strákurinn 53.
Spretthlaupararnir sem ég æfði með (td þáverandi og jafnvel núverandi íslandsmethafi í 100m hlaupi Jóhannes eitthvaðson sem átti 10.55 ásamt Jóni Arnari) hefðu aldrei komist upp í hærra en 12 í þessum testum svo mikið veit ég. Reyndar væru þeir í erfiðleikum með að hlaupa (ekki jogga) í 12 mín samfleytt.
Allaveganna, Ég á 17,2 í píptesti og ræði þetta mál ekkert frekar, mér er sama hvort þú eða aðrir ákveði að trúa því eða ekki, kannski var það sem ég tók léttara en önnur ef það er tilfellið með þessi test, ég veit það ekki og er alveg sama. Samt ég var í frábæru formi á þessum tíma, keppti í world-class 20 mínutna hlaupabrettakeppninni hljóp fyrstu 10 mín á hraðanum 19 hækkaði svo jafnt og þétt og fór síðustu 5-6 mínuturnar á 20, ég var í 3.sæti ef ég man rétt, Sveinn Margeirson vann þetta þó léttilega fór allar 20 mínuturnar á 20.