Þetta tel ég mjög mikla þröngsýni. Ég er hvorki kona né hommi og ég horfi alltaf á Eurovision. Ég fíla ekki tónlistina, ég fíla ekki show-ið og ég fíla ekki að sjá eitthvað “sorp” lag vinna. Ég horfi á þetta af því að það eru íslendingar þarna að keppa fyrir hönd Íslands. Þó svo að lagið okkar sé lélegt og allt það þá styð ég þetta lag fyllilega.
Og í sambandi við það að fólk eigi að senda eitthvað nýtt inní þetta þá ætti fólk að líta á það sem Austurríki (mynnir mig) gerðu seinast, þeir komu með eitthvað flip lag, sem að mér fannst eiga skilið að vinna og fannst ekkert nema snilldar uppbrot í þetta allt saman. En það sem mér fannst það ömurlegasta við það var “Gísli Marteinn”. Hann þurfti að koma sínum persónulegu skoðunum á framfæri, þ.e.a.s. hann sagði að þetta lag hefði verið ömurlegt og að þeir ættu að skammast sín fyrir það.
Þetta sýnir bara hvað þessi keppni er föst í sínu formi og er ekki á leiðinni að breitast. Haldið þið virkilega að ef einhver góð indy hljómsveit kæmi þangað og kæmi með eitthvað flott lag að þeir kæmust eitthvað áfram. Nei! Flest allt fólk sem er að horfa á þetta leifir litlu stelpunum sínum að velja lag sem á að kjósa. Þar að leiðir að lög sem eru ekki eitthvað sérhannað eurovision-dæmi eiga ekki neinn séns.
Hins vegar fynnst mér að við, íslendingar, ættum að senda einhver svona lög inní keppnina. Einmitt af því að við viljum ekki vinna. Ef að við vinnum þá er spurningin: Hvar á að halda keppnina árið eftir? En ef við sendum t.d. einhvern metal þarna inn vinnum við öruglega ekki en fáum ef til vill eitthvað gott álit frá fólki í öðrum evrópulöndum, sem að mér þætti amk mjög skemmtilegt.