Ef þú gætir og mættir breyta Huga.is eins og þú vildir, hvernig yrði hann þá? Ég myndi hafa fleiri stjórnendur(á völdum áhugamálum), en annars veit ég ekki, er ekki mjög hugmyndaríkur núna :P Hvernig yrði ykkar Hugi?
Allir samþykkja greinarnar mínar. Allir gera það sem ég vil. Allir tilbiðja mig meðan þeir nota huga.is Allir halda með Chelsea, nei annars það er ekkert gaman.. hvað um Everton? Allir hlæja að mér þegar ég segi eitthvað fyndið, eða bara þegar mig langar. Allir elska mig, og bara mig.
Hugi er svosem ágætur eins og hann er núna, en ég myndi allavega bæta við EDIT takka og hafa svona hjá myndum eins og á korkum, hvort það séu álit á myndinni (þannig að maður þarf ekki að klikka á myndina til að gá hvort það sé álit á henni). Svo myndi ég bæta við aftan við skilaboð sem maður fær um álit á grein/korki hvaða grein/korki var verið að svara. Og kannski hafa svona “úthólf” þar sem eru skilaboð sem maður hefur sent frá sér. Og svo myndi ég laga kasmír síðunar, mín er allavega í rugli og ég get ekki breytt neinu á henni :/ En þetta er svona það sem ég man eftir í augnablikinu :) Nei nú man ég eftir einu öðru, hafa svona aftan við nafnið á kork (þegar maður er á forsíðu áhugamáls) höfund korksins, til að vita hver bjó hann til áður en maður skoðar hann. Annars er Hugi fínn :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..