Vil vekja athygli á uppsetningu á klassíska söngleiknum Jesus Christ Superstar í Hagaskóla. Uppsetningin var frumsýnd á fimmtudaginn 10. mars og var fólk flest á því að sýningin væri í heild ótrúlega vel heppnuð. Önnur sýningin var sýnd á föstudaginn 11. mars og gekk aftur mjög vel. Hún hefur þegar fengið örlítið umtal á Talstöðinni (FM 90,9) og Morgunblaðinu og verður einnig þáttur um hana í páskadagskrá RÚV.

Sýningartímar:
Sunnudaginn 13. mars - kl. 17.00
Mánudaginn 14. mars - kl. 20.00
Þriðjudaginn 15. mars - kl. 20.00
Miðvikudaginn 16. mars kl. 20.00

Miðaverð er
800 kr. fyrir fullorðna
600 kr. fyrir 16 ára og yngri


Allar sýningar eru opnar og gengið er inn beint inn í salinn á Hagaskóla.

Þess má geta að Þjóðleikhúsið ætlaði að setja rokk óperuna upp í vetur en hætt var við, því er um að gera að mæta, enda fáar sýningar eftir!