ég endurtek: Vér skulum skera niður kjaftæðisþvaðurbullið í móðursjúkum foreldrum ellegar öðru self-righteous fólki sem ýmist/bæði; a) Fer mikinn á barnaland.is, b) Fer með rökleysur og innantóm mælskubrögð máli sínu til “stuðnings”
The School Uniform Movement and What It Tells Us About American Education
Bók eftir David Brunsma, prófessor í samfélagsfræði við Missouri-háskóla, sem unnin er upp úr víðtækri eigindlegri rannsókn hans og Kelly Rocquemore árið 1998 á tveimur stórum gagnabönkum. Annar er “the National Educational Longitudinal Study of 1988” sem er stór, langtíma rannsókn og gagnasöfnun á lagskiptu slembiþjóðarúrtaki af bandarískum grunnskóla- og framhaldsskólanemendum, sem fylgist með námsframvindu þeirra og líðan í skóla. Hinn gagnabankinn er “The Early Childhood Longitudinal Study”, sambærileg, en nýrri rannsókn sem hófst 1998.
The School Uniform Movement er uppsöfnuð og útfærð vinna Brunsma síðan hann og Rocquemore gerðu fyrst rannsókn sína. Skiljanlega koma gögnin úr síðarnefnda gagnagrunninum í mun meira mæli inn í bókina heldur en upprunalegu rannsóknarskýrsluna frá 1998. Upprunalegur hvati rannsóknarinnar voru ummæli Bills Clintons fyrrv. Bandaríkjaforseta í State of the Union ávarpi sínu frá 1996 þar sem hann stakk upp á skóla einkennisbúningum sem hugsanlegri leið til að berjast við neikvæðri klíkuhegðun unglinga. Niðurstöður rannsóknarinnar voru fyrst birtar í fagtímaritinu Journal of Education Research.
Í þessari rannsókn skoða, greina og túlka Rocquemore og Brunsma tölfræðigögn frá allaveganna skólum með fjölbreyttan bakgrunn, mismunandi nemendur/samsetningu nemenda (þjóðfélagshópar/stéttir o.sv.frv) og sem ýmist hafa aldrei/alltaf haft, hafa gert tilraunir með eða hafa tekið upp/hætt notkun skólabúninga yfir langt tímabil.
Það kom þeim að sögn sjálfum á óvart að komast að því, að gagnstætt því sem almannarómur hefur oft haldið fram, að engin merkjanleg fylgni(því síður orsakatengsl) virðist vera á milli notkun skólabúninga í skólum og árangurs í skólastarfi. Með árangri í skólastarfi er t.d. átt við hluti á borð við aga-, ofbeldis- og hegðunarvandamál í skólum. M.ö.o var ekki minna um slík vandamál í skólum sem höfðu skólabúningastefnu. Ennfremur var enginn sjánlegur munur á umfangi eða tíðni aga- og hegðunarvandamála sem stöfuðu af mismunandi kynþætti, trú eða samfélagsstöðu nemenda í skólabúningaskólunum andspænis hinum sem ekki notuðust við þá.
Af öðrum hlutum má nefna að ekki fannst heldur fylgni milli skólabúninganotkunar og uppbyggingar jákvæðrar sjálfsmyndar nemenda, og ekki heldur milli notkunar skólabúninga og árangurs í námi. Þess skal getið að í öllum athugunum var haft til hliðsjónar stærra samhengi allra rannsóknarviðfangsefnanna, þ.e.a.s samfélags/efnahagslegt umhverfi skóla og nemenda, uppruni og trú o.sv.frv.