Nú bý ég hérna, alveg í göngufæri frá miðbænum, og hef tekið eftir því, oft á tíðum er ég er að fara heim með strætó úr úthverfum borgarinnar, að mikið af ungum stúlkum, 16-17 ára kannski, er að fara í bæinn með síðustu eða næstsíðustu ferðum.
Og þá spyr ég: Hvernig komast þessar stelpur heim? Ef þær eru að fara á eitthvað djamm niðri í bæ og taka síðasta strætó þangað, hvernig komast þær þá aftur heim eftir að strætó er hættur að ganga? Eiga þær allar peninga fyrir taxa? Eða fá þær einhverja ófulla gaura á bílum til að keyra sig? Ég get nú ekki ímyndað mér að það sé mikið af þeim snemma á sunnudagsmorgnum…
Ég bara spyr… Sjálf hef ég aldrei þurft að pæla í þessu, bý nálægt öllu.