Ég hef nú verið Izzard fan í um 10 ár og á flest ef ekki allt sem hefur verið gefið út með honum en ég verð samt að lýsa yfir vonbrigðum mínum með uppistandið hans 9. Mars.
Í fyrst lagi og kannski það sem honum kemur ekkert við er staðsetningin. Hvaða heilvita manni dettur í hug að halda uppistand á landsins misheppnaðasta stað, Broadway?
Þá hefði nú Háskólabíó verið nær eða jafnvel bara einhver bíósalur.
Svo er það uppistandið.
Þeir sem til hans þekkja vita að hluti af öllu því sem gerir Eddie Izzard svona mikla snild er dragið og þegar maðurinn heldur sýningu þá held ég að það sé ekki til of mikils mælst að hann mæti nú í einhverju sniðugu, einhverju sem kannski hneykslar suma. En nei, okkar maður mætir bara í jakka og gallabuxum eins og hann væri á leiðinni útí bónus.
Svo er það kannski það versta af öllu. Örugglega um 90% af öllu efninu sem hann var með er gamalt. Hvað er það? Það gæti verið að ég sé að misskilja svona rosalega en ég hélt að hann væri á einhverjum nýjum túr og þessi sýning væri hluti af því. Ekki bara samansafn af gömlum bröndurum.
Í heildina litið finst mér að meiriháttar metnaðarleysi hafi ráðið ríkjum og að okkur aðdáendum hafi verið sýnt algert virðingarleysi.
Ég lýt ekki svo á að ég hafi enn farið á mitt fyrsta Eddie Izzard uppistand og þarf þá greinilega að elta hann erlendis.
Takk fyrir mig