Þessi elsta vinkona mín í hópnum er vön að fá það sem hún vill og hún getur verið mjög ákveðin og frek. Og þar sem ég er það alls ekki þá ráðskast hún oft með mig og hún er oft með einhvern óþarfa móral við mig. Mér finnst hún taka mig sem sjálfsagðan hlut, eins og ég sé einhver dyramotta sem hún getur alltaf traðkað á. Utanaðkomandi aðilar hafa líka tekið eftir því og talað um að hún komi illa fram við mig, þannig að þetta er ekki ímyndun í mér. Þó að ég viti að þetta hljómi eins og ég sé einhver dýrlingur hérna þá er ég alls ekki að segja það. En hún styður mig aldrei þegar ég þarf á því að halda, rakkar mig frekar niður, en samt á ég alltaf að vera tiltæk fyrir hana þegar henni hentar.
En anyway, núna er hún og stelpan sem kom síðast inn í vinahópinn allt í einu orðnar rosalega góðar vinkonur, og já ég viðurkenni að ég er svolítið öfundsjúk. Ég sakna þess að vera sú sem þess elsta vinkona mín leitar til þó að hún geti oft verið ósanngjörn við mig. Málið er nefnilega það að ég er komin með svo mikið ógeð af stelpunni sem kom síðust inn í vinahópinn. Hún er svo hávær og einum of mikið fyrir mig, æ ég get eiginlega ekki útskýrt það en maður fær oft svona ógeð á vinum sínum, þið skiljið það örugglega. Ég kom henni inn í þennan vinahóp fyrir ári og síðan tekur hún bestu vinkonu mína frá mér. Kannski ekki alveg en samt…
Mér finnst þetta allt geðveikt leiðinlegt. Ég vil ráða úr þessu svo allt verði gott á milli okkar allra aftur en veit ekki hvernig. Ég þoli ekki svona móral.
Fyrirgefið hvað þetta er langt það er bara frekar erfitt að segja frá þessu öllu á rituðu máli. En ég vona að þið hafið skilið þetta allt saman.
En hvað finnst ykkur um þetta, hvað ætti ég að gera?
Með fyrirfram þökk,
kveðja friend
Ég finn til, þess vegna er ég