Óh well, ekkert sem ég get gert við því. Það skiptir svosem ekki öllu máli hvað þú heldur. En ég skal samt segja þér það að ég man ennþá hvernig ég fékk hugmyndina. Ég var í strætó á leiðinni heim frá vinkonu minni og var að pæla í því hvað Íslendingar verða almennt pirraðir ef maður minnist á Guð, fara að böggast í því að þeir trúi ekki á hann og eitthvað bull. Og ég er svo forvitin um allt, ég get ekki bara ekki vitað eitthvað, nema þetta með Guð, ég er alveg tilbúin til að vita það ekki fyrir víst.
Svo að ég ákvað að gera bara tilraun. Hugi er ágætur staður, maður fær skoðanir ansi breiðs hóps ef maður skrifar eitthvað hérna þar sem allir lesa, eins og á forrsíðunni. Svo rak ég augun í orð dagsins í Morgunblaðinu og þá vissi ég hvað ég þyrfti að gera. Þetta var eins og köllun mín.
En þú ræður ;)