Nei, það er ekkert nördalegt.
Þegar fólk hefur áhuga á einhverju, mjög mikin áhuga á því, er það þá nördi því það hefur mikin áhuga á þessu áhugamáli? Nei. En afhverju eru þá þeir sem hafa mikin áhuga á tölvum, eitthvað meiri nördar en þeir sem hafa mikin áhuga á tónlist? (sem ég hef sjálfur líka). Það er ekki eins og einhverjir gaurar eins og þú sem telja sig æðri öðrum, ráði hvað er “nördalegt” eða ekki.
Og nei, að skrifa lol eða orð með tölustöfum er einungis grín gengið of langt.
Persónulega finnst mér skilgreining fólks nú til dags vera sú að “nördalegt” er það sem er ekki “hip og kúl”.