En þegar forvitninni hefur verið svalað og einstaklingurinn er orðinn nakinn er þá eitthvað spennandi? Það er ekkert meira til að sjá, ekkert til að halda forvitninni gangandi (ég er þá að meina eitthvað sem maður á eftir að sjá en ekki finna fyrir eða upplifa).
Það sem ég er að reyna að koma frá mér er: Hvenær hættir manni að finnast manneskja á nærfötunum spennandi eða æsandi? Þegar þú ert búinn að sjá það allt áður eða þegar hún er orðin svo gömul að rassinn er signari en baugarnir og hrukkurnar farnar að vera fleiri en höfuðhárin? Er einhver kvóti á það? Ef svo er, hve oft þarf að sjá einhvern á nærfötunum eða nakinn til þess einfaldlega að verða leiður á líkma viðkomandi?
Have a nice day