Mér fannst þetta einstaklega fáránleg spurning, en eftir smá pælingu þá uppgötvaði ég að þetta er ekki svo vitlaus spurning.
Það sem að listamenn gera er: mótaka upplýsingar, skoðanir, tilfinningar og þar fram eftir götunum og túlka þær á sinn eigin máta og koma túlkuninni frá sér í formi tónlistar, málverka, ljóða og bóka.
Hér er mín furðulega og hráa útskýring.
Ég myndi segja að það væri einstaklega mikilvægt fyrir þjóðina að hafa margar uppsprettur af hugmyndum (lykilatriði fyrir hagvöxt í viðskiptafræðinni t.d. :) og hugmyndir spretta frá mörgum stöðum (að sjálfsögðu fólki) og hafa þær áhrif á aðra sem að túlka þær hugmyndir og búa til sýnar eigin. Hugmyndir ganga meira að segja í gegnum n.k. náttúruval, þ.e. þær lélegu fá lítinn hljómgrunn og falla í gleymsku. Aðrar hugmyndir, skoðanir o.s.frv. eru einstaklega góðar, þessar hugmyndir eiga eftir að móta framtíðar samfélög.
Ég myndi segja, að vegna mikilvægi þess að brjóta heilan um hlutina og að fá mismunandi sjónarhorn á heiminn almennt sé mikilvægt að geta túlkað og lesið t.d. ljóð sem fela oft í sér pælingar og hugmyndir, um málefni stór og smá.
En já, þetta er svona bara sutt pæling, ég væri alveg til í að ræða þetta frekar.