“Það er þetta sem STEF innheimtir.”
Það er nú eiginlega vandamálið. Það veit í raun enginn hvað tónlistarmenn eru að fá, en það virðist ekki vera mikið miðað þær miklu tejur sem stef er að fá. Ætli það sé ekki einhver útvalinn hópur sem hirðir mest af þessu. Kominn tími á að bókhald þeirra verði opnað.
Frægasta dæmið er án efa þegar Dr. Gunni endaði ekki nema með 20-30 þúsund kr fyrir prumpulagið sitt sem var mjög mikið spilað og það þurfti mikið vesen til þess að fá þessa aura! Um þetta skrifaði hann grein. Lögin hans voru bara spiluð á vitlausum stöðvum. Stef fer bara eftir spilun á rás2/bylgjunni. Þeir sem eru með litla spilun þar en mikla spilun á öðrum útvarpsstöðvum fá bara lítið.