iTunes er betri en winamp að mínu mati. Í iTunes stjórnarðu öllu úr forritinu og þarft ekki að hugsa um foldera og þvíumlíkt. Einstakleg auðvelt í notkun. Ég skipti úr winamp í iTunes og sé alls ekki eftir því, þar sem iTunes er einfaldlega miklu betra forrit. Td er auðveldara að búa til playlista, ekkert mál að gera autoplaylista (t.d öll 60s tónlist á einum lista og disco á öðrum). Viðmótið er skemmtilegra en í winamp, auðveldara að skrifa diska og bæta nýjum diskum inn. Snilld. Svo er iTunes líka nauðsynlegt þegar maður fær sér iPod.