Ég verð að hrósa þér hvað þú lest þessa linka sem ég sendi inn, því þú nennir því ekki skal ég bara peista þessu hér inn.
http://www.deilir.is/ddcplusplus.php
Hversvegna eiga allir að nota dDC ?
Ástæðurnar eru nokkrar, helst ber að nefna:
* oDC og önnur eldri DC forrit eru farin að vera úrelt og innihalda öryggisholur
* Allar skrár eru flokkaðar og þeim úthlutað nokkurskonar kennitölu, þetta einfaldar leit og skilar meiri árangri
* Eldri forrit styðja ekki einn einasta hluta af hinum nýja ADC staðli sem tekur við af DC staðlinum, þau verða því fljótt úrelt
* Allri þróun oDC var hætt fyrir ári og er forritið því ári á eftir í framþróun DC samfélaga og hefur enginn sýnt því áhuga að lífga oDC við enda væri það mikið verk
* Svindl og önnur leiðndi hafa aukist en með tilkomu dDC og kröfu um að nota það er því nánast útrýmt
* Ef notkun dDC væri valkostur myndu t.d. notendur oDC ekki geta sótt frá þeim þar sem stuðningur við íslenska stafi hefur verið aukin með notkun UTF-8 kóðunar nafna í stað Windows-1252.
Umfram allt er þessi stefna Deilis að nota einungis dDC í takt við þróun annara DC samfélaga útí heimi. Á netinu er tækniframþróun ör og ekki hægt að stöðva hana vegna þrjósku einstakra notenda sem ekki vilja uppfæra. Hvorki Deilir né stjórnendur græða nokkuð á þessari breytingu, fyrir utan að einfaldara verður að veita aðstoð, lítið mál að aðlaga og bæta forrit að óskum notenda og halda því í takt við breytta tíma í framtíðinni. Fyrst og fremst er þessi breyting gerð til að bæta kerfið og efla það fyrir notendur. Nánast öllum óskum notenda um breytingar eða viðbætur sem komu fram meðan prufuútgáfa af forritinu var í dreifingu var svarað og þeim bætt við forritið. Það má því með sanni segja að þetta sé forrit sem er gert er fyrir aðstæður á Deili.
Enn og aftur, til hamingju fyrir að lesa þessa tengla. Ég er svo stoltur af þér.
Gat nú verið þú last þetta ekki.