Um daginn rann út McAfee vírusvörnin mín og ég hef hvorki nennt að eyða pening eða tíma í að uppfæra hana þannig að ég náði í vírusvörn sem heitir Avast Antivirus.
Þessi vírusvörn hefur reynst mér vel seinustu tvo mánuði, miðað við að hún er frí.

Málið er að á hverjum einasta degi finnur þessi vírusvörn vírus sem heitir ‘Nem220.dll’ í Temporary Internet files möppunni minni.
Um leið og ég eyði þeim vírus þá finnur Avast hann einnig undir C:\Windows.
Að sjálfsögðu eyði ég þeim vírus alltaf samstundis.
Það sem mig langar til að vita er hvort að einhverjir kannist við þetta sama vandamál og hvort einhver kann að fyrirbyggja að þessi vírus komi inn í tölvuna.
Hann virðist ekki gera neinn skaða, a.m.k. hef ég ekki fundið fyrir neinum breytingum á virkni tölvunnar og þess háttar og ég eyði vírusnum alltaf um leið og hann finnst.
Mig grunar að vírusinn komi inn í tölvuna í gegnum einhverja vefsíðu, þar sem að hann endar alltaf í Temporary Internet files, en það getur verið vitleysa í mér, ég er ekki mikill tölvusérfræðingur.
Getur einhver hjálpað mér?
Takk