Bakverkir og svoleiðis óskundans kjaftæði
Ég er að drepast úr hálsríg. Það er búið að hrjá mig í allan dag og ég get ekki einu sinni horft niður meðan ég brúka klósettið. Málið er að ég var í partíi í gær og slammaði þar eins og alger brjálæðingur. Vakna ég svo í morgun svo stífur að ég rétt drullast til að standa upp. Svo eru það bakverkirnir sem hrjá mig stanslaust þessa dagana. Ég er nú ekki sá lægsti sem gengur um jörðina og orsakar það að ég þarf að þola þessa helvísku verki oft dögum saman og ligg ég oft í rúminu sárkvalinn. Hefur það komið fyrir að ég hef verið fjarverandi úr skóla vegna þessarra verkja og var það ekkert sérstaklega gaman þótt það sé alltaf gott að slappa af heima og sofa út. Er einhver sem hefur líka verið með svona bakverki og kann einhver góð ráð til að losna við þessar vítiskvalir? Þetta er hreint út sagt ömurlegt!