kallast það að lenda upp á geðdeild í ár að skaðast ekkert af hassi??
Hass getur aðeins hjálpað geðsjúkdómi að vakna úr dvala. Eins og flest öll fíkniefni, þar á meðal áfengi. Það eru engar sannanir fyrir því að einstaklingur með heilbrigða geðheilsu geti orðið geðveikur eftir að reykja hass.
Og veistu ég hef enga fordóma gegn fíkniefnaneyslu eða hassi, aðeins ákveðnar skoðanir.
Sem að eru örugglega að miklu leiti byggðar á hræðsluáróðrinum sem hefur verið í gangi seinustu árin. Þú misstir strax virðingu fyrir mér vegna hassreykinga, en var alveg sama þó ég reyki sígarettur og drekk áfengi. Af hverju missir þú ekki virðingu fyrir þeim sem að drekka áfengi ?
Ef þú endar í einhverri ofneyslu eða einhverju svoleiðis geturu ekki búist við neinu pity frá neinum.
0 af hverjum milljón hassneytendum deyja vegna ofneyslu á efnunum. Á meðan það eru um 350 af hverjum milljón áfengisneytendum. En jú þú hefur rétt fyrir þér, ég ber ábyrgð á mínum líkama. Enginn annar. Alveg eins og stelpan sem þú þekkir ber ábyrgð á eigin geðheilsu, þó það sé freistandi að benda fingrinum eitthvað annað.
Það er líka nokkuð margir sem fá sér eina feita stundum á djamminu og sem lenda í einhverju bölvuðu rugli bara af því að þeir fengu sér stundum og stundum á djamminu.
Á meðan flest allir sem drekka áfengi fara í kirkju og biðja alla nóttina ? Eða hvað ?
Hvernig væri að hafa staðreyndirnar á hreinu en ekki bara þína tilfinningu frá þessari einu stelpu ? Áfengi er með verstu fíkniefnum þegar kemur að því að auka kæruleysi og ofbeldishneigð. Fullt af líkamsárásum, morðum og nauðgunum er hægt að tengja við áfengisneyslu.
Fyrst þú segir að hass sé álíka ávanabindandi og koffín þá hef ekki heyrt um marga sem lenda illa úti vegna þess að drekka kók í miklu mæli…
Heilbrigðisvandamál tengt óhollu fæði eru rosalega stór hlutur af heilbrigðiskerfinu. Margfalt meira en það sem hægt er að tengja við neyslu á ólöglegum fíkniefnum.
Og kók og svipaðir gosdrykkjir eru örugglega mörg prósent í dæminu, þó það hafi auðvitað enginn dáið úr ofneyslu af kóki.
Allavega skil ég ekki fólk sem lætur sér detta sér í hug að prófa eiturlyf
Segðu þetta við fólk sem að reykir sígarettur og drekkur áfengi. Skilur þú þau ?
og veistu ef ég sé þig liggjandi í ælu þinni og búinn að droppa nokkrum góðum dúdúfuglum í brókina þá ætla ég að hlæja að þér:D!
Mjög sorglegt. Ég myndi ekki hlæja að neinum sem að deyr vegna eigin fíknar. Hvort sem það er vegna skyndibitamats, áfengis eða ólöglegra fíkniefna. Þú ættir að skammast þín fyrir að segja svona. Það er svo rosalega margt sem við mannfólkið gerum sem að er óhollt og styttir lífstíma okkar, það er ekkert nema mikil þröngsýni að fordæma eitt og svo vera sammála öðru aðeins vegna þess að meirihlutinn er í því og samþykkir þá hegðun.