Árleg vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður haldin dagana 24.-27.
maí. Tómas Ingi Olrich þingmaður mun setja sýninguna kl. 14:00 þann 24.

Útskriftarnemendur sérdeilda munu sýna í hinu nýuppgerða Ketilhúsi í
Listagili og eru þeir 7 talsins. Úr fagurlistadeild: Arnfríður Arnardóttir,
Birgir Rafn Friðriksson, Sunna Björg Sigfríðardóttir og Tinna Ingvarsdóttir.
Úr listhönnunardeild: Arnar Sigurðsson, Guðný Kristín Finnsdóttir og Sverrir
Ásgeirsson. Úr fornámi útskrifast 16 nemendur og sýna þeir verk sín í
húsakynnum Myndlistaskólans í Listagili ásamt nemendum 1. og 2. árs í
dagdeildum.