Ég er farinn að sjá hálfgerða kaldhæðni í þessum e-mail málum, þ.e. þjónustur á borð við Gmail og Hotmail sem eru (fyrir löngu) farnar að bjóða stærra geymslupláss undir póst manns heldur en sjálf netveita manns sem er notabene skitin 25 mb! (í mínu tilfelli).

Þannig að ég ætla feta sama gönustíg og aðrir og gefa 50 invites á Gmail. Viðkomandi sendir mér einfaldlega skilaboð með nafni sínu og E-mail og hann fær sent invite um hæl. Fyrir þá sem ekki vita þá býður Gmail upp á 1 Gb í geymslupláss. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Fyrir þá sem vilja halda sig við Hotmail en ætla væla í mér að þar séu skitin 2 Mb þá bendi ég viðkomandi fyrst að athuga þennan kork sem sýnir honum hvernig hægt sé að stækka það í 250 Mb.

Njótið vel.
-axuz