Í Vesturæbnum býr allt fína og siðmenntaða fólkið, þar er gott að alast upp og gott að búa, fínn skóli fyrir unglingastigið og sjórinn í allar áttir nema austur, miðbærinn við útidyrnar og kringlan 1 strætó í burtu. Hvað meira þarf maður?
Ég segi það enn og aftur, þetta er bara afbríðissemi út af því að það sem sprettur í Vesturbænum vill oft vera af hæsta gæðaflokki. Nefna má Hagaskóla sem vann Skrekk mörg ár í röð, MR sem vann Gettu betur ennþá fleiri ár í röð, KR sem hafa orðið Íslandsmeistarar mörgum sinnum. Síðan höfum við auðvitað alla menninguna hérna hjá okkur, Háskóla Íslands, Þjóðarbókhlöðuna, Hótel Sögu, Þjóðminjasafnið, næstum því miðbæinn, Kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem Jón Sigurðsson er grafinn og svo mætti lengi telja.
Slakaðu bara á…. Það er gott að búa í Vesturbænum og þú veist það! Annars væriru ekki svona bitur yfir því að þurfa að dúsa uppi í Grafarvogi daginn út og daginn inn.